Fréttir

Var aldrei kölluð annað en „stelpan“

18 jan. 2024

„Í Reykjavík var fjöldinn og þar var þverskurður af samfélaginu og fólk með ólíkar skoðanir. Þarna voru karlmenn, bæði yngri og eldri, sem beinlínis töldu að konur ættu ekkert erindi í störf innan lögreglunnar.“ Þetta segir Berglind Eyjólfsdóttir í viðtali við Lögreglumanninn. Í viðtalinu er rætt við þær Svanhvíti Eygló Ingvarsdóttur en báðar hófu þær störf hjá lögreglunni árið 1978. Þær stöllur settust niður með blaðamanni og röktu nokkrar vel valdar sögur frá því þegar þær hófu störf.

Þær fundu báðar fyrir því að vera í minnihluta. „Svo dæmi sé tekið þá var ég í upphafi aldrei kölluð annað en „stelpan“. Ég var eina konan á vaktinni. Þetta var alveg fyrstu tvö til þrjú árin sem ég vann fyrir lögregluna í Reykjavík,“ bætir Berglind við.

„Ég var ekki sú eina sem þurfti að sitja undir þessu. Það var sjaldnast nema ein kona á hverri vakt á þessum tíma. Ég var mjög ósátt við þetta.
Ég man eftir útkalli vegna heimilisofbeldis þar sem konan þurfti að fara á slysadeild og maðurinn í fangaklefa og börnin voru eftir heima. Þá var ég sótt til þess að vera á heimilinu hjá börnunum þangað til fulltrúar barnaverndar kæmu á staðinn. Það voru svona atvik þar sem var skýr verkaskipting eftir kynjum í lögreglunni.“

Óhætt er að segja að viðtalið eigi erindi við alla þá sem starfa við löggæslu. Viðtalið má í heild lesa hér. Það hefst á síðu 18.

Til baka