STALL

Starfsmenntunarsjóður Landssambands lögreglumanna

Tilgangur STALL er að veita styrki vegna kostnaðar við hvers konar nám sem stuðlar að bættri verkkunnáttu og aukinni hæfni lögreglumanna. Styrkhæfir eru starfandi lögreglumenn, félagar í LL, sem hafa verið við störf a.m.k. tólf mánuði þegar sótt er um styrk. Eins þeir sem eru í fæðingarorlofi svo og þeir sem orðið hafa atvinnulausir og eru skráðir hjá atvinnuleysistryggingarsjóði og greiða félagsgjöld til LL. Eins geta LL og svæðisdeildir, sótt um styrk til STALL. Héraðslögreglumenn geta fengið allt að 20% styrk.

Félagsmönnum er bent á að nú er sótt um styrki með rafrænum hætti með því að fara á „mínar síður“. Einnig er hægt að skila umsóknum um styrki úr sjóðnum rafrænt til skrifstofu LL á netfangið ll@logreglumenn.is.

Þann 15. júlí 2018 tóku gildi ný lög um persónuvernd á Íslandi en þessi nýju lög eru byggð á nýjum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd. Ekki verður tekið við umsóknum um styrki án þess að útfylltu eyðublaði sé skilað. Jafnframt er lögð á það áhersla að eyðublöðin séu að fullu og réttilega fyllt út og undirrituð af umsækjanda. Nánari upplýsingar um þessi nýju persónuverndarlög er að finna á vef Persónuverndar.

Félagsmenn athugið að vegna mikillar ásóknar í styrki úr STALL getur stjórn sjóðsins orðið að grípa til þess ráðs, til að rekstur sjóðsins sé í jafnvægi, að skerða tímabundið greiðsluhámark úthlutaðra styrkja.

Kynnið ykkur vel úthlutunarreglur sjóðsins og athugið að þær upphæðir, sem er að finna í reglum sjóðsins eru hámarksgreiðslur og geta tekið breytingum eftir aðsókn í sjóðinn hverju sinni og fjárhagsstöðu hans. Rétt er einnig að benda umsækjendum á að kynna sér vel skattalega meðferð styrkja sjóðsins en upplýsingar um það má finna á vef Ríkisskattstjóra.

Reglur sjóðsins eru hér.

Allar umsóknir í Starfsmenntunarsjóð Landssambands lögreglumanna eru afgreiddar á fundum stjórnar sjóðsins. Fundir sjóðsins eru að jafnaði annan mánudag í hverjum mánuði fyrir utan sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst). Umsóknum um styrki skal skila inn fyrir næsta fund sjóðsins.

Greiðslur úr sjóðnum fara að jafnaði fram eftir að umsækjandi hefur gert grein fyrir kostnaði t.d. með því að leggja fram frumrit reikninga eða önnur gögn sem stjórnin telur fullnægjandi. Nánar um úthlutunarreglur og greiðslur úr sjóðnum vísast í reglur sjóðsins.

Hér má sjá hvernig stjórn STALL er skipuð.

Til baka