Fréttir

Staða kjaraviðræðna

7 apr. 2020

Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum LL við ríkisvaldið, frá þeim fréttum sem fluttar voru af stöðunni þann 30. mars s.l.  Reglulegir fundir (fjarfundir) eru haldnir á milli aðila, undir stjórn Ríkissáttasemjara.  Næsti fjarfundur deiluaðila er ráðgerður á morgun, miðvikudaginn 8. apríl, kl. 14:00.

Eins og þegar hefur komið fram náðist samkomulag við heildarsamtök opinberra launþega, við ríkisvaldið, um styttingu vinnuviku dag- og vaktavinnufólks og hefur þegar verið unnið sérstakt sameiginlegt kynningarefni vegna þessa en vegna stöðunnar í þjóðfélaginu hefur ekki og var ekki unnt að halda sérstaka kynningarfundi um niðurstöðu þeirrar vinnu.  Sérstök athygli hefur áður verið vakin á þessu kynningarefni í frétt hér á heimasíðu LL þann 24. mars s.l.

Þetta kynningarefni, sem lögreglumenn eru sérstaklega hvattir til að kynna sér vel, er hægt að nálgast hér:

Stytting vinnuvikunnar í dagvinnu.

Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu.

Breytingar á orlofsmálum.

Skil milli vinnu og einkalífs.

Jöfnun launa á milli markaða og launaþróunartrygging.

Spurt og svarað um kjarasamningana.

Kynningarglærur fyrir alla efnisflokkana.

Þá er einnig rétt að vekja athygli á því að BSRB mun verða með ítarupplýsingar um styttingu vinnuvikunnar á sérstakri sameiginlegri vefsíðu aðildarfélaganna www.styttri.is.

Fjármálaráðuneytið hefur einnig sett í loftið sérstaka kynningarsíðu vegna styttingar vinnuvikunnar, þar sem m.a. verður hægt að nálgast reiknivélar, sem sýna þann ávinning sem af styttingu vinnuvikunnar hlýst.  Vefslóð þessarar síðu er www.betrivinnutimi.is en hún er enn í vinnslu og mun opna innan tíðar.

Til baka